Í Rokklandi í dag skoðum við tvær tvær nýjar plötur sem voru að koma út, annarsvegar með ensku sveitinni Doves og svo bandarísku sveitinni Fleet Foxes. Sineád O?Connor kemur við sögu og Eivör Pálsdóttir sem var að gefa út plötu sem heitir Segl. Svo er það landi hennar Marius Ziska - heyrum í honum og Robert Plant og AC/DC, War on Drugs og heyrum svo aðeins í Oasis á Hróarskelduhátíðinni árið 1995 - fyrir 25 árum síðan, en núna 2. Október voru liðin 25 ár frá því önnur plata Oasis kom út; What?s the story morning glory sem er ein mest selda plata sögunnar í Bretlandi.
↧