Pálmi Gunnarsson er yfir og allt um kring þessa dagana. Lagið hans Núna er búið að vera í fyrsta sæti vinsældarlista Rásar 2. Safnplatan Þorparinn er ofarlega á listanum yfir söluhæstu plöturnar á íslandi. Hann seldi upp á tónleika í Eldborg á dögunum og bókin hans; Gengið með fiskum fær góða dóma.
Pálmi var heiðursgestur í Rokklandi fyrir viku og heldur áfram að segja sögur í fyrri hluta Rokklands þessa vikuna. Hann talar þar um ástina í lífi sínu, um draugagang, talar um veiðar og náttúruvernd, Gleðibankann, Júróvision og margt fleira.
Í seinni hluta þáttarins er svo boðið upp á tónleikaupptökur úr Eldborg með Bryan Ferry og svo nýja tónlist með fólki eins og Boy George, Blind Boys Of Alabama, Bonnie Raitt, Jim James, The Strypes og The Civil Wars.
↧