Í Rokklandi sem byrjar kl. 16.05 í dag (sunnudag) er boðið upp á bæði jólamúsík ? og heils-árs músík. Biggi Hilmars ? Biggi úr Ampop var að senda frá sér lagið Hurt eftir Trent Reznor sem Johnny Cash gerði að sínu fyrir nokkuð löngu. Hann segir okkur hvers vegna og við heyrum lagið. Steinar Berg sem er einn MESTI tónlistarútgefandi Íslands áratugum saman, en ferðaþjónustubóndi í Borgarfirði í dag í Fossatúni þar sem hann er með heilmikla útgerð kemur við sögu. Hann er nefnilega líka í hljómsveit sem heitir Grasasnar, og Grasasnarnir voru að senda frá sér plötu sem heitir Prine og inniheldur lög eftir bandaríska söngvaskáldið John Prine sem lést af völdum Covid í fyrra. Steinar heimsótti mig á Akranes í vikunni og við spjölluðum aðeins saman um lífið og tilveruna og plötuna og John Prine. Og svo er það Lennon ? það voru 41 ár á miðvikudaginn síðasta frá því hann var myrtur fyrir utan heimili sitt í New York. Við setjum fókusinn á John Lennon í dag og förum hingað og þangað með Yoko Ono og fleirum. Og svo er líka smá U2 horn, en U2 var að senda frá sér 5 ?jóla?-laga EP núna í gær.
↧