Nýjasta plata Snorra Helgasonar heitir Víðihlíð og samanstendur í raun af tveimur EP plötum sem komu út stafrænt í október í fyrra og apríl í ár. Lögin á plötunni samdi Snorri á tiltölulega stuttu tímabili í einni samfelldri innblásturssprengju segir hann í fréttatilkynningu - og eiga það flest sameiginlegt að vísa í umrót og tilfinningalega ringulreið unglingsáranna. Snorri er gestur Rokklands í dag ? og við ætlum að fara vítt og breytt ? hingað og þangað ? aftur á bak og áfram. Við spjöllum um Víðihlíð, Ríó tríó, Bob Dylan, Gretch, tónfræði, Fílalag, Berg Ebba, Sprengjuhöllina, Önnu Rakel, Excel, tónleikaferðir, Bruce Springsteen, Levon Helm, græjur, textagerð og margt fleira. Peter Gabriel kemur svo aðeins við sögu í lokin.
↧