Þáttur dagsins var sendur út beint frá Roskilde Festival í Danmörku. Í Þættinum er rætt við Þá Pál Scheving formann Þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum og Tryggva Þór formann ÍBV sem gerðu sér ferð á Roskilde til að líta á aðstæður.
Einnig er rætt við „Alla Metal“ sem var á Roskilde á vegum Útón. Dagur Helgason er tekinn tali og hann spurður hvernig maður lifi af Roskilde Festival og hvernig þetta gangi fyrir sig.
Lena sem er danskur sjálfboðaliði segir frá starfi sínu við hátíðina og Tómas Young, Íslenskur sjálfboðaliði líka.
Live Project er íslenskt verkefni sem var fyrirferðarmikið á hátíðinni í ár og gengur út að almenningur á hátíðinni hlaði ljósmyndum og lifandi myndum inn á sérstakt vefsvæði á netinu og geri þar með öðrum kleyft að fylgjast með hátíðinni í rauntíma eða því sem næst.
Ólöf Arnalds er líka tekin tali en hún var eini fulltrúi Íslending á „aðal“ dagskrá hátíðarinnar í ár.
↧