Í síðasta Rokklandi ársins verða rifjuð upp brot úr þáttum ársins og ýmsir sem koma við sögu.
Við heyrum í Jonathan Wilson á KEX, David Byrne verður í símanum, Kobbi Magg og Egill Ólafs sem urðu sextugir á árinu tala og tala. Nick Cave sem spilaði á ATP í Keflavík í sumar verður á línunni og Anna Von Hausswolf sem spilaði á Eurosonic og Airwaves segir frá sjálfri sér. Við komum auðvitað líka við á Airwaves og heyrum í Mammút, einum helsta útvarpsmanni BBC Radio One, Kidda Kanínu, og Ira Kaplan söngvara og gítarleikara Yo La Tengo sem spilaði einmitt á Airwaves...
Við heyrum í Pálma Gunnarssyni og rifjum upp úrslit Músíktilrauna þegar hljómsveitin Vök sigraði og heyrum í annari sigursveit Músíktilrauna sem heitir Of Monsters And Men og hélt vel heppnaða heimkomutónleika eftir 18 mánaða sigurför um heiminn í ágúst, í Garðabænum á Vífilstaðatúni.
↧