Nathan Followill trommuleikari Kings of Leon sem er elstur þeirra bræðra sem skipa Kings Of Leon verður á línunni í Rokklandi á sunnudaginn.
Bandaríska rokksveitin Kings of Leon sem hefur verið eins stærsta og umsvifamesta rokksveit heims undanfarin ár er með tónleika í Laugardalshöll næsta fimmtudag (13. ágúst)
Kings Of Leon hefur árum saman spilað á stóru sviðunum á öllum helstu tónlistarhátíðum heims og ósjaldan verið eitt af aðalnúmerunum, Headline, eins og það heitir á útlenskunni.
Sveitin hefur unnið til fjölda verðlauna, Brit, Juno og Grammy, plöturnar sem eru sex talsins hafa selst vel og hljómsveitin hefur verið spiluð mikið í útvarpi um allan heim.
Nýjasta platan heitir Mechanical Bull og kom út í september 2013.
Nathan segir í þættinum t.d. frá upphafi ævintýris Kings of Leon, þegar þeir fóru hann og Caleb bróðir hans til Memphis í leit að frægð og frama þegar þeir voru í kingum tvítugt. Caleb sem kunni ekkert á hljóðfæri var staðráðinn í því að verða tónlistarmaður og það gekk upp. En ekki bara fyrir hann, heldur vildi hann ekki hafa neina með sér aðra en bræður sína tvo, og frænda. Og Kings of Leon skipa þeir Caleb, Nathan og Jared Followill sem eru bræður, og frændi þeirra, Matthew Followill.
Allt um Kings of Leon, golfið og fluguveiðna í Rokklandi.
↧