Í Rokklandi í dag (03.02) morgun skoðar Óli Palli hvaða plötur seldust mest og best í Ameríku á síðasta ári, en það er athyglisverður listi.
Breska söngkonan Adele á plötuna sem seldist í flestum eintökum í fyrra, en hún seldist líka mest allra platna árið 2011. Og það er einstakt.
Bandaríski tónlistarmaðurinn eitursnjalli, John Grant er búinn að dvelja hér á Íslandi meira og minna síðan hann kom og spilaði á Iceland Airwaves haustið 2011. Hann er búinn að taka upp plötu með Bigga "veiru" úr Gus Gus sem kemur út í mars á vegum Senu á Íslandi. Grant verður með útgáfutónleika í Hörpu 16. mars og fer svo í tónleikaqferð um heiminn með hljómsveit sem er að mestu leyti skipuð íslendingum. Óli Palli ræðir við John um ást hans á Íslandi, um íslenska tungu, um nýju plötuna, íslenska tónlist ofl.
Einnig heyrast upptökur úr safni Rásar 2 með John Grant frá Airwaves 2011, og líka upptökur frá bandarísku útvarpsstöðinni KEXP með John, sem gerðar voru á KEX-hostel í sömu heimsókn. Þar að auki 2 lög af nýju plötunni væntanlegu.
↧