Tónlistarmaðurinn Prince skírðist til votta Jehóva fyrir rúmum áratug og hefur í kjölfarið breytt sumum textum sínum og öðrum sleppir hann alveg að syngja.
Um þetta verður fjallað lítillega í Rokklandi á morgun (20.04.2013).
Skoska söngkonan Emeli Sandé hefur slegið í gegn. Fyrsta platan hennar fór beina leið á topp vinsældalistans í Bretlandi þegar hún kom út í fyrra. Hún hlaut tvenn helstu verðlaunin þegar breksu tónlistarverðlaunin voru afhent síðast; "tónlistarkona ársins" og "plata ársins". Hún söng líka við bæði opnunar og lokahátíð Ólympíuleikanna í London í fyrra. Hún kemur við sögu í Rokklandi.
Upptökustjórinn Andy Johns sem tók m.a. upp allar helstu plötur Led Zeppelin og nokkrar með Rolling Stones lést á dögunum og hans verður minnst í þættinum.
Jeff Lynne er sérlundaður furðufugl. Eða hvað? Óli Palli fjallar um hann og spilar lög af sólóplötunni hans sem kom út síðasta haust. Platan heitir Longwave og inniheldur gamlar dægurlagaperlur sem Lynne heyrði í langbylgjuútvarpinu sínu þegar hann var að alast upp í Birmingham árin eftir seinni heimsstyrjöldina.
↧