Jakob Frímann Magnússon varð sextugur í gær (04.05.2013) og af því tilefni er hann heiðursgestur Rokklands í dag.
Í þættinum segir Jakob sögur af sjálfum sér, samferðamönnum, lífinu í músíkinni auk þess sem Óli Palli og Jakob skauta í gegnum sólóplöturnar hans Jakobs og önnur verk hans sem minna hefur farið fyrir en verkum Stuðmanna.
Sólóplötur Jakobs eru djass og bræðingsmegin í tilverunni og hafa heyrst talsvert minna en plötur Stuðmanna. En það verða spiluð lög af þeim öllum í Rokklandi dagsins.
↧