Rokkland á sjómannadaginn verður helgað að mestu sjómanna og sjóræningjalögum frá ýmsum tímum og ýmsum áttum.
Led Zeppelin kemur líka við sögu og Pharrel Williams og Michael Jackson smá, en en hafið og sjómennirnir og sjómannlög eru í aðalhlutverki.
Það eru ekki Raggi Bjarna og Skapti Ólafsson sem flytja þau í þetta skiptið heldur fólk eins og Tom Waits og Keith Richards, Sting, Macy Gray, Patti Smith, Michael Stipe, Lucinda Williams, Sean Lennon, Beach Boys, Bryan Ferry, Lou Reed, Anthony Hegarty, Marianne Faithful, Richard Thompson, Iron Maiden ofl.
↧