...annars er ekkert varið í þetta - segir Sigurður Bjóla Garðarsson í Rokklandi á morgun.
Þetta segir Sigurður Bjóla Garðarsson í Rokklandi vikunnar.
Óli Palli ræðir við þá Stuðmenn, Valgeir Guðjónsson, Jakob Frímann Magnússon, Egil Ólafsson og Sigurð Bjólu um plötuna Tívolí sem kom út árið 1976 og er af mörgum talin einn af hornsteinum íslenskrar dægurtónistarsögu.
Tívolí er önnur plata Stuðmanna, "consept" plata sem gerist í Tívolíinu sem starfrækt var í Vatnsmýrinni í Reykjavík um miðja síðustu öld, eða frá 1946 - 1964.
Á Tívolí koma við sögu litríkir karakterar eins og Frímann flugkappi, Fjallkonan, ofurskutlan Ólína, Hveitibjörn, Hr. Reykjavík ofl.
Sigurður Bjóla hefur ekki verið fyrirferðarmikill í fjölmiðlum undanfarna áratugi og það er hátíð í bæ í Rokklandi vegna opinberrar heimsóknar Bjólunnar í Rokkland. Rokkland lagði reyndar land undir fót og sótti Sigurð heim alla leið á Stokkseyri.
Hann segir í þættinum m.a. frá því hvers vegna hann sagði skilið við Stuðmenn á sínum tíma.
Stuðmenn hafa haft hægt um sig undnfarin ár og "telja ekki í" nema mikið standi til. Og núna 6. september nk. ætla Stuðmenn að spila Tívolí-plötuna í heild sinni á tónleikum í Eldborg í Hörpu.
↧