Quantcast
Channel: Rokkland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1298

Þetta er ekkert nýtt, bara rokk og ról...

$
0
0
Hljómsveitin Sólstafir sendi í vikunni sem leið frá sér sína metnaðarfyllstu og hugsanlega bestu plötu, Óttu. Ótta er fimmta plata Sólstafa sem hafa verið starfandi í næstum 20 ár. Sólstafir er þungarokk-hljómsveit í grunninn en tónlistin hefur breyst í gegnum árin og Sólstafir minna í dag ekki minna á Sigur Rós en Metallica, er kannski þarna mitt á milli einhverstaðar. Tónlistin er þrungin tilfinningu og dramatík. Lögin eru löng og umfjöllunarefnið er gamla góða; Sex, drugs & Rock´n roll segja þeir Addi (Aðalbjörn) söngvari og gítarleikari og trommarinn Gummi (Guðmundur Óli). Þeir tala opinskátt um hljómsveitina, listina, lífið, brennivín, Bakkus og áhrifavaldana í Rokklandi vikunnar. Það er nóg framundan hjá Sólstöfum, sex vikna tónleikaferð um Evrópu og svo eflaust eitthvað meira í framhaldi af því. Sólstafir spila á Rokkjötnum 2014 næsta föstudagskvöld sem Rás 2 ætlar að senda beint út frá, þungarokk-veisla í Vodafone höllinni, og svo taka Sólstafir þátt í RIFF með því að spila sína eigin tónlist undir sýningu á víkingamynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 1. október. Lögin á Óttu eru átta, eins og eyktirnar sem voru helstu tímaviðmiðanir í daglegu tali áður fyrr: lágnætti - miðnætti ótta rismál dagmál miðdegi - hádegi nón miður aftann - miðaftann náttmál Sólstafir eru: Aðalbjörn Tryggvason - Söngur og gítar Guðmundur Óli Pálmason - Trommur Svavar Austmann - Bassi Sæþór Maríus Sæþórsson- Gítar

Viewing all articles
Browse latest Browse all 1298

Latest Images

Trending Articles


Patama Quotes – Tanga love tagalog quotes


OFW quotes : Pinoy Tagalog Quotes


Tagalog God Quotes to inspire you


Re:Mutton Pies (lleechef)


FORECLOSURE OF REAL ESTATE MORTGAGE


Vimeo Create - Video Maker & Editor 1.5.2 by Vimeo Inc


Vimeo 11.6.0 by Vimeo.com, Inc.


Vimeo 11.8.1 by Vimeo.com, Inc.


Doodle Jump 3.11.34 by Lima Sky LLC


Doodle Jump 3.11.34 by Lima Sky LLC



Latest Images