Í Rokklandi dagsins verður boðið upp á endurtekið efni, brot af því besta frá Tónaflóði Rásar 2 sem fram fór á Arnarhóli í gær.
Strax klukkan 20 í gærkvöldi var mikill mannfjöldi mættur á Arnarhólinn til að hlusta á rapparann Gísla Pálma. Enn fleiri hlustuðu svo á Dimmu sem var næst á svið. Þegar Amabadama hóf leik 21.15 var mannfjöldinn orðinn gríðarlegur á hólnum og enn fleir bættust við þegar Stuðmenn byrjuðu að spila kl. 22.00.
Allir ofantaldir buðu upp á sitt besta prógramm og í Rokklandi í dag ætla ég að bjóða upp á það besta af því besta. Já betri getur tíðin ekki orðið...
↧