Rokkland í dag er tileinkað bandaríska tónlistarmanninum Prince sem lést allt of ungur í vikunni sem leið, 57 ára að aldri.
Já það kemur ekkert annað til greina en að Rokkland vikunnar fjalli um þennan sérstaka, sérkennilega, skrýtna, magnaða og einstaka tónlistarmann sem lést á hemili sínu í Minneapolis ? sem var ekki bara heimili hans heldur vinnustaður hans og veröld - Paisley Park.
Prince var lifandi tónlist, hann var tónlistin og tónlistin var hann allan daginn og nóttina líka, 365 daga á ári, áratugum saman. Hann gerði fátt annað en hugsa um tónlist ? spila hana, æfa sig, undirbúa tónleika, taka upp, semja lög og texta, undirbúa útgáfur og plötur.
Fjölmiðlar heims hafa undanfarna daga keppst við að minnast hans ? allir hlustuðu á Prince, sumir í stutta stund en aðrir lengur. Gestur Rokklands í dag er ein mesti Prince aðdáandi landsins. Hann heitir Þórir Jóhannsson ? rúmlega fertugur karlmaður frá Selfossi, gamall plötusnúður á Inghóli og núverandi framkvæmdastjóri og eigandi Stúdíó Sýrland. Hann er búinn að fylgjast með Prince í meira en 30 ár, hann sá hann 15 sinnum á tónleikum, hitti Prince og heimsótti Paisley Park.
Nokkrar staðreyndir um Prince:
Hann var 153 sentimetrar á hæð
hann var grænmetis(æta)
Hann átti engin börn og missti eina barn sitt vikugamalt
Hann svaf 2-3 tíma á sólarhring (segir sagan)
Hann bjó í hljóðverinu sínu; Paisley park sem var 5000 fermetra heimili, vinnustaður, hljóðver, næturklúbbur ofl.
Platan Purple rain sem gerði hann að súperstjörnu árið 1984 var sjötta breiðskífan hans.
Hann var vottur Jehóva, en sú trú bannar fólki m.a. að þiggja blóð
Hann samdi Nothing compares 2U sem vakti heimsathygli á Sinéad O´Connor árið 1990
↧