Í fyrsta Rokklandi 2017 rifjum við upp eitthvað af því sem gerðist í Rokklandi 2016. 1000asti þáttur Rokklands fór í loftið á árinu (í apríl) og við heyrum brot úr honum..... og svo er þetta árið þegar allir dóu. David Bowie, Lemmy úr Motorhead, Leonard Cohen, Leon Russel, Sharon Jones, Prince, George Michael og þetta fólk kom við sögu í Rokklandi og kemur við sögu í dag sumt af því amk.
↧