Í þessu Rokklandi er fjallað um Sónar 2017, Fatboy Slim, tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna, plötuútgáfuna Alda music og svo CSN&Y sem hafa staðið í sólskini og rigningu, sundur og saman í næstum hálfa öld.
Tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna í ár voru opinberaðar í Hörpu á fimmtudaginn. Rokkland var á staðnum og ræddi við tvo af þremur sem skipa framkvæmdastjórn verðlaunanna í ár, Margréti Eir og Jóhann Ágúst Jóhannson.
Þann sama dag var fögnuður og uppáhald hjá Öldu music sem stefnir að stórum og góðum hlutum, en Alda er nýtt útgáfufyrirtæki byggt á traustum grunni Senu og hefur yfir að ráða c.a. 80% af allir íslenskri tónlist sem hefur verið gefin út undanfarna öld. Forsvarsmenn Öldu eru Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds, við heyrum í þeim í þættinum.
Tónlistarhátíðin Sónar fór fram í Hörpu um helgina í fimmta sinn, við heyrum í framkvæmdastjóranum Ásgeiri Guðmundssyni og svo fór ég og hitt eina af stjörnum hátíðarinna, ofurplötusnúðinn Fatboy Slim. Hann kemur aðeins við sögu.
Í seinni hluta þáttarins skoðum við aðeins sápuóperuna um Crosby, Stills, Nash & Young, en þessir fyrrum ungu menn sem slógu í gegn um 1970 eru enn í sambandi stundum, stundum ekki og Þrír af þeim sendu frá sér nýjar plötur í fyrra. Neil yfirgaf konuna sína hana Pegi sem hann hafði verið kvæntur í 36 ár fyrir tveimur og hálfu ári og fór að vera með leikkonunni Daryl Hannah. Crosby sagði að hann væri ruglaður og þetta væri eiturkvendi. Neil lokaði á öll samskipti við Crosby og sagðu að CSN&Y myndi aldrei koma saman á ný. Nash sagði að Neil væri óþolandi og að Crosby gæti farið í rassgat. Meira um þetta og nýju plötuna hennar Pegi Young sem heitir Raw og kom út í vikunni, en þar sendir hún Neil tóninn í flestum laganna.
Chance the Rapper verður að sitja hjá eina umferð.
↧