Fyrri hluti Rokklands í dag er tileinkaður Færeysku tónlistarverðlaunum og færeyskri tónlist, en sá síðari íslenskri tónlist og Músíktilraunum sem fóru fram í Norðurljósum í Hörpu í gær í 35. sinn.
Færeysku tónlistarverðlaunin voru afhent um miðjan mars í Norðurlandahúsinu í Færeyjum við hátíðlega viðhöfn eins og gengur, á laugardagskvöldi og í beinni útsendingu í Kringvarpinu sem er Ríkis-sjónvarp þeirra Færeyinga og er einmitt staðsett við hliðina á Norðurlandahúsinu sem segja má að sé einskonar Harpa þeirra Færeyinga eða blanda af Hörpu og félagsheimili.
Það er mikið af góðu tónlistarfólki í Færeyjum og við heyrum í nokkrum þeirra í Rokklandi dagsins, t.d. Hans Andrias, Gudrid Hansdottir, Danny & The Veetos, Lena Anderssen og Heidrik.
Úrslit Músíktilrauna fóru fram í gær í Norðurljósum í Hörpu í 35. Sinn. 32 hljómsveitirnar tóku þátt, aðeins færri en í fyrra. Undankvöldin voru fjögur og fóru fram í Norðurljósum líka og í úrslitunum voru í gær voru 12 hljómsveitir og sigursv...
↧