Um þessar mundir eru 30 ár frá því hljómsveitin The Smiths frá Manchester í Englandi hætti störfum og af því tilefni er farið yfir feril hljómsveitarinnar í tali og tónum í Rokklandi á Rás 2.
The Smiths var ein áhrifaríkasta og merkasta hlómsveit níunda áratugarins. Hún var stofnuð í Manchester árið 1982 af 18 ára gömlum gítarleika og lagasmið, Johnny Marr, og 22 ára söngvara og textasmið, Steven Patrick Morrissey. Skömmu síðar bættust svo bassaleikarinn Andy Rourke og trommuleikarinn Mike Joyce í hópinn. Sveitin vakti strax mikla athygli fyrir frumlegar og yfirleitt glaðlegar lagasmíðar, þar sem klingjandi gítarleikur Johnny Marr féll sem flís við rass við eftirtektarverða texta Morrissey sem sveifluðust frá því að vera hreinskilnir, tregablandnir, húmorískir, þunglyndislegir og kaldhæðnir, svo nokkur dæmi séu tekin.Hljómsveitin var víða valin bjartasta vonin í poppheiminum eftir fyrsta starfsárið en ári síðar var henni hampað sem bestu hljómsveit í heimi hjá breska tónlistartímari...
↧