Um síðustu helgi fór fram tónlistarhátið í Lausanne í Sviss sem heitir Label Suisse og Rokkland var á staðnum.
Já í seinni hluta þáttarins á eftir skreppum við til Sviss og heyrum soldið af nýrri poppmúsík frá Sviss sem hann velur ofan í okkur náungi sem heitir Francois Kuffer og tónlistarstjóri hjá "Rás 3 ? útvarpi unga fólksins hjá Frönskumælandi Sviss (RTS ? Radio and Telvision Suisse).
Label Suisse gengur út á að kynna það nýjasta og besta í Sviss sem hefur eiginlega að geyma fjórar þjóðir sem tala fjögur tungumál í einu litlu landi.
Bruce Spingsteen og U2 koma við sögu í þættinum en bæði U2 og Springsteen bauluðu á Donald Trump í vikunni sem leið með þeim hætti að heimurinn tók etir því og sperrti eyrun, U2 gerði það á fyrstu tónleikum sínum á árinu, en þeir fóru fram í Las Vegas á föstudaginn.
Danska hljómsveitin Tremolo Beer Gut spilaði á KEX-hostel á fimmtudaginn og svo í Boston (USA) um helgina. Þessi skemmtilega gítar-sörf-sveit frá Kaupmannahöfn heimsótti stúdíó 12 á fö...
↧