Bon Iver - Hórmónar og Bob Dylan.
Í seinni hluta Rokklands í dag koma þær í heimsókn þær Urður og Brynhildur úr hljómsveitinni Hórmónar sem er sigursveit Músíktilrauna 2016. Hórmónar sem koma úr Garðabænum eru hrátt og skemmtilegt band sem syngur á íslensku, um hluti sem allir skilja. Sveitin er búin að taka upp sína fyrstu plötu, fjögurra laga EP sem kemur út innan skamms en verður frumflutt hér í Rokklandi í dag.
Bob Dylan kemur örlítið við sögu í þáttalok en mál málanna er Bon Iver sem sendi nýverið frá sér þriðju stóru plötuna, 22, a Million sem er allt öðruvísi en síðasta plata sem kom út fyrir 5 árum.
Platan hefur fengið frábæra dóma og sumir gagnrýnendur afa líkt stökkinu sem Bon Iver tekur milli platna við það þegar Radiohead gaf út Kid A eftir Ok Computer.
Hér er lagalisti þáttarins:
Bon Iver / 00000 Million
Bon Iver / 22 (Over soon)
DeYarmond Edison / First impression
Bon Iver / Flume
Bon Iver / Skinny Love
Bon Iver / For Emma /
Kanye West feat. Bon Iver / Lost in the wo...
↧