Mugison var gestur Rokklands síðasta sunnudag.
Hann ræddi um starf tónlistarmannsins, ferðalög, heimavinnu, Súðavík, Petur Ben, Múkkana, Dranga, Brennivín, þunglyndi, úlfinn, Bítlana, Kassann, Haglél, meðvirkni, Stingum af, brass, rokk, Afríku, riff, geimstöðina, afa, efa, Fjallabræður, Abbey road, Hljómalind, Reykjavík og margt fleira, og í forgrunni var nýja platan, Enjoy, sem kemur út í vikunni.
Mugison segir frá öllum lögunum í þættinum og þau frumflutt hér í Rokklandi.
↧