Þetta fékk tónlistarkonan Sharon Jones að heyra frá upptökustjóra sem hún var að reyna að fá til að vinna með sér á Ní-tugnum. hann sagði henni að hún væri með frábæra rödd, en "lúkkið" hentaði engan vegin, hún ætti engan séns. Hún gaf drauminn um að starfa sem söngkona upp á bátinn, en tónlistin togaði alltaf í hana og hún var orðin rúmlega fertug þegar fyrsta platan hennar kom út. Plöturnar hennar urðu sex talsins en nu er hún látin, lést í síðustu viku 60 ára að aldri.
Ég ætla að segja frá henni og spila músíkina hennar í þættinum og í seinni hluta þáttarins heyrum við lög af nýju plötunni frá Sting.
Sting er 64 ára gamall og sendi síðast frá sér hefðbundna popp/rokk-plötu fyrir 13 árum, en síðasta áratuginn er hann samt búinn að senda frá sér nokkrar plötur.
2006 kom Songs from the Labyrinth sem hefur að geyma músík eftir enska tónskáldið John Dowland sem lifði frá 1563-1625 og aðal hlóðfærið er lúta. 2009 sendi hann frá sér vetrar og jóla-plötuna If on a Winters Night og ár...
↧