Kristian Blak er dani sem var 27 ára þegar hann kom til Færeyja í þeim tilgangi að vera í ár og kenna Færeyingum frönsku, músík og íþróttir. Hann er enn í Færeyjum 43 árum síðar. Hann er stofnandi og foringi Tutl plötútgáfunnar sem heur gefið út meira en 600 plötur í það heila. Tutl gefur út djazz, þjóðlagatónlist, popp, rokk, víkinga og doom-metal og svo framvegis. Kristian Blak er maður vikunnar í Rokklandi.
Rokkland var í Færeyjum á dögunum til að fylgjast með færeysku tónlistarverðlaunum og í leiðinni var Kristian heimsóttur í Tutl plötubúðina í Thorshöfn og hann sagði frá og valdi músík í þáttinn.
Við heyrum líka smá Jesus Christ Superstar tóndæmi , upptökur sem voru gerðar í Hofi á Akureyri um páskana 2015. En sami hópur og flutti verkið í Hofi ætlar að gera það en og aftur, í sjötta sinn, í Eldborg núna á skírdag. Þetta er mikið af okkar besta fólki, söngvurum og hljóðfæraleikurum, landslið íslenskra tónlistarmanna.
Kanadíska tónlistarkonan Neema kemur líka við sögu en ...
↧