Iggy Pop syngur franska slagara á sinni nýjustu plötu.Hvernig er það? Draumapopp er það kallað sem kemur frá hljómsveitinni Beach House. Það er komin út ný plata frá Ultravox! Já ég sagði Ultravox! Og í Ultravox í dag er sama liðsskipan og gerði plötuna Vienna á sínum tíma. Það eru liðin 25 ár frá því Paul Simon fór til s-Afríku og gerði plötuna Graceland, við rifjum það upp í þættinum. Bob Geldof segist vera fórnarland eigin góðmennsku, að tónlistarferillinn hafi vikið fyrir góðgerðarstörfum, við skoðum það aðeins og svo heyrast tvö lög af splunkunýrri plötu frá Neil Young & Crazy Horse. Svo fá sjómenn sérstaka kveðju frá Rokklandi í tlefni dagsins.
↧