Fyrri hluti Rokklands í dag er tileinkaður Færeysku tónlistarverðlaunum og færeyskri tónlist, en sá síðari íslenskri tónlist og Músíktilraunum sem fóru fram í Norðurljósum í Hörpu í gær í 35. sinn. Færeysku tónlistarverðlaunin voru afhent um miðjan mars í Norðurlandahúsinu í Færeyjum við hátíðlega viðhöfn eins og gengur, á laugardagskvöldi og í beinni útsendingu í Kringvarpinu sem er Ríkis-sjónvarp þeirra Færeyinga og er einmitt staðsett við hliðina á Norðurlandahúsinu sem segja má að sé einskonar Harpa þeirra Færeyinga eða blanda af Hörpu og félagsheimili. Það er mikið af góðu tónlistarfólki í Færeyjum og við heyrum í nokkrum þeirra í Rokklandi dagsins, t.d. Hans Andrias, Gudrid Hansdottir, Danny & The Veetos, Lena Anderssen og Heidrik. Úrslit Músíktilrauna fóru fram í gær í Norðurljósum í Hörpu í 35. Sinn. 32 hljómsveitirnar tóku þátt, aðeins færri en í fyrra. Undankvöldin voru fjögur og fóru fram í Norðurljósum líka og í úrslitunum voru í gær voru 12 hljómsveitir og sigursveitin koma keyrandi frá Súgandafirði og er skipum tveimur vinkonum, 14 og 16 ára. Sú yngri er systir bræðranna í sigursveitinni 2015; Rythmatik. 1. sæti Between Mountains 2. sæti Phlegm 3. sæti Omotrack Hljómsveit fólksins sem er valin með símakosningu er Misty Söngvari Músíktilrauna eru þær stöllur Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Ásrós Helga Guðmundsdóttir úr Between Mountains Gítarleikari Músíktilrauna er Helgi Freyr Tómasson úr Hewkii Bassaleikari Músíktilrauna er Flemming Viðar Valmundsson úr Phlegm Píanó-hljómborðsleikari Músíktilrauna er Dagur Bjarki Sigurðsson öðru nafni Adeptus Trommuleikari Músíktilrauna er Ögmundur Kárason úr Phlegm Rafheili Músíktilrauna er Helgi Freyr Tómasson úr Hewkii og piltarnir sem kalla sig Hillingar fengu viðurkenningu fyrir textagerð á íslensku.
↧