Það eru 37 ár liðin frá því hljómsveitin The Clash spilaði í Laugardalshöll. Það eru 50 ár síðan Engelbert Humperdinck var vinsælasti popparinn í Bretlandi og það eru líka 50 ár síðan fyrsta Montreux Jazz-hátíðin var haldin. Allt þetta er til skoðunar í Rokklandi vikunnar. Við rifjum upp heimsókn ensku hljómsveitarinnar The Clash til Íslands í júní fyrir 37 árum síðan, en Clash spilaði í fyrsta og eina sinn á Íslandi, í Laugardalshöll á Listahátíð, 21. Júní 1980. Utangarðsmenn hituðu upp en þessi nýja kraftmikla hljómsveit voru heitasta bandið á Íslandi á þeim tíma. Þetta var fjórum dögum eftir að fyrsta plata Bubba, Ísbjarnarblús, kom út. Montreux jazz Festival var fyrst haldin árið 1967 og er ein elsta tónlistarhátíð heims og ein sú stærsta. Í þættinum segir Marc Zendrini kynningarstjóri Montreux jazz festival frá þessari mögnuðu hátíð. Og svo skellum við kastljósiinu aðeins á söngvarann Engelbert Humberdink sem heldur tónleika í Eldborg í Hörpu á morgun í fyrsta sinn. Ástarsumarið mikla, 1967 var hann vinsælasta poppstjarna Bretlands, vinsælli en Bítlarnir, Rolling Stones, Pink Floyd og Jimi Hendrix. Það ár atti hann þrjú af fimm vinsælustu lögum ársins. Egelbert var Justun Bieber síns tíma.
↧