Er það sem Rokkland býður upp á í dag. War on Drugs er rokkband frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum sem hefur hægt og sígandi á undanförnum árum skipað sér á bekk með bestu rokkböndum heims. Þetta eru engin geimsvísindi sem War on Drugs ástunda heldur bara gamaldags rokk eða popp-rokk sem minnir á köflum á Dire Straits eðá Bruce Sprinsgteen eins og hann hljómaði á níunda áratugnum, Born in the USA Spingsteen. En samanvið er svo blandað slatta af söngstíl Bob Dylan og gítarleik Neil Young og síðan er það kryddað með og smá ambient og sýru. Og War on Drugs var að senda frá sér nýja plötu á föstudaginn. Platan heitir A deeper understanding og um hana fjallar Rokkland í dag. Akureyrarvaka hefur staðið yfir undanfarna daga og í gærkvöldi fóru fram stórir og miklir og fjölmennir útitónleikar í Listagilinu á Akureyri. Í þetta skiptið var sett saman hljómsveit sérstaklega fyrir þessa tónleika sem fékk nafnið Vaðlaheiðin, og með Vaðlaheiðinni komu fram söngvararnir Valdimar, Andrea Gylfa, Pálmi Gunnarsson, Jóhanna Guðrún og Akureyrski rapparinn Ká Aká. VIð heyrum í seinni hluta þátarins brot af því besta sem fór fram þarna í gær.
↧