Konudagsmúsík, Yoko Ono 85 ára, Oscarslögin, Bjössi Thor 60 ára og Bee Gees. Þetta er meðal þess sem kemur við sögu í Rokklandi dagsins. Björn Thoroddsen gítarleikari varð sextugur á föstudaginn. Rokkland kíkti í afmælið sem var haldið í Salnum í Kópavogi og ræddi við nokkra gítarleikara sem voru þar gestir um gítarleikarann Bjössa. Óskarsverðlaunin verða afhent í 90. Sinn í Dolby leikhúsinu í Los Angeles þann 4. Mars nk. Þar verður verðlaunað fyrir besta leik í aðal og auka-hlutverkum, bestu myndina, fyrir leikstjórn og klippingu, búninga og svo framvegis. En þar er líka einn flokkur sem heitir Bestu lögin, eða lög; frumsamin fyrir kvikmyndir. Við hlustum á þau. Svo er það konudagsmúsíkin - allskonar músík sem tengist konum. Lög með E.L.O. - Foreigner, Beyoncé, Annie Lennox, U2, Sandi Shaw, James Brown ofl. Maurice Gibb úr The Bee Gees kvæntist þennan dag árið 1969 söngkonunni Lulu. VIð rifjum upp hvað var að gerast hjá Bee Gees um þetta leiti, en þetta er 8 árum fyrir diskóið í Saturday night Fever. Og svo er það afmælisbarn dagsins; Yoko Ono sem er 85 ára í dag. Hún kemur við sögu í Rokklandi dagsins.
↧