Mannakornin Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson hlusta með umsjónarmanni á plötuna Í gegnum tíðina sem kom út 1977 og segja sögurnar bakvið lögin. Þeir Pálmi og Maggi segja sögurnar á bakvið perlurnar sem plata hefur að geyma, lög eins og Garún, Sölvi Helgason, Reyndu aftur, Gamli góðir vinur g Göngum yfir brúna. Í gegnum tíðina er önnur plata Mannakorna, sú fyrsta sem heitir einfaldlega Mannakorn, kom út 1975. Mannakorn er ennþá starfandi og það eru tvennir tónleikar framundan í Háskólabíó, síðasta vetrardag og sumardaginn fyrsta.
↧