Tónlistarmaðurinn KK - Kristján Kristjánsson varð 60 ára gamall í gær og er heiðursgestur Rokklands í dag páskadag og hann segist vera sáttur við að vera orðinn sextugur og hann vill fá að kalla sig gamlan - það sé jákvætt að vera gamall. Hann situr með umsjónarmanni í stúdíó 12 í útvarpshúsinu við Efstaleiti og saman ræða þeir um líf og störf Kristjáns. KK talar um æskuna í Kaliforníu, pabbann sem týndist í Vietnam, um mömmu sína og systkini, um gítarana sína, unglingsárin á Íslandi, Bítlana, JJ Cale, Kris á Frakkastígnum, um Vegbúann, leikhúsið, útvarpið, Magga Eiríks, Bubba Morthens, eiginkonuna frá Akranesi, um óttann og margt fleira.
↧