Rokkland að þessu sinni einkennist af meiri músík - meira masi, en samt innan marka. Ég spila nýja músík með listamönnum og hljómsveitum sem fólk þekkir ekki endilega, en gæti samt haft gaman af og svo koma líka gamlir vinir og kunningjar við sögu. Eric Clapton og Richard Ashcroft sendu báðir nýverið frá sér plötur og við heyrum af þeim. Við heyrum líka af dómsmáli sem er búið að vera í gangi í þýskalandi í 19 ár og hljómsveitin Kraftwerk er annar aðilinn. Ronnie Spector forsöngkona The Ronnettes var líka að senda frá sér plötu og þar er m.a. lag sem Keith Richards og Andrew Lhoog Oldham söndu fyrir hana fyrir hálfri öld en hún gaf ekki út fyrr en núna - heyrum það. Og svo í tilefni af því af sjómannadeginm ætla ég að spila soldið af sjómannalögum og sjó-ræningjalögum með fólki eins og Keith Richards og Tom Waits, Marianne Faithful, Lucindu Williams, Sting, Bryan Ferry, Patti Smith og Johnny Depp ofl.
↧