Ég veit ekki hvort sú plata er til, en nafnið er gott og Band Of Horses og Mavis Staples koma við sögu í Rokklandi í dag. Ég ætla að spila mikið af nýrri músík í dag og við heyrum nokkur lög af af tveimur nýlegum plötum, annarsvegar með hljómsveitinni Band of Horses sem spilaði í Eldborg í júni fyrir þremur árum, og hinsvegar með bandarísku söngkonunni Mavis Staples sem á afmæli í dag ? er 77 ára gömul í dag, en hún sendi fyrir skemmstu frá sér plötu sem heitir Livin on a high Note og hefur að geyma ný lög sem fólk eins og Nick Cave, Justin Vernon, M. Ward, tUnE-yArds, Benjamin Booker og The Head and the Heart sömdu sérstaklega fyrir hana. Rolling Stone segir að þessi plata sé ein af 50 bestu plötum ársins "Só-far" - og Band of Horses platan reyndar líka. Á þessum sama lista eru ýmsar plötur sem hefur verið fjallað um hér í Rokklandi undanfarna mánuði; David Bowie platanm, Lemonade með Beyoncé, nýja Radiohead platan ofl. Ég ætla líka að spila nýja músík víðsvegar úr Ervópu, t.d. með Roxette frá Svíþjóð, Spencer frá Sviss, Jean Micheal Jarre frá Frakklandi, Trentemöller frá Danmörku og Jenny Beth frá Englandi en samt Frakklandi, Black Dylan frá Danmörku og Common Linnets frá Hollandi, en Common Linnets sigraði NÆSTUM í Júróvision fyrir tveimur árum.. Tim McGraw kemur líka við sögu, Snoop Dogg, NIck Cave, Stephen Tyler, Bob Marley, RZA úr Wu Tang og Paul Banks úr Interpol (þeir voru að gera plötu saman), Bryan Adams líka ofl.
↧