Bjössi í Ameríku - Gítarleikarinn, Hafnfirðingurinn og tónlistarmaðurinn Björn Thoroddsen gefur út plötu á morgun sem heitir Bjössi og er talsvert frábrugðin flestu sem hann hefur gert á löngum ferli. Platan var tekin up í Nashville sem margir segja að sé tónlistarhöfuðborg heimsins í dag, þar er allt að gerast og músíkin blómstrar sem aldrei fyrr. Með Bjössa á plötunni er ung söngkona vestan af fjörðum og tveir af bestu gítarleikurum heims, þeir Robben Ford sem hefur spilað með Joni Mitchell, Miles Davis og meira að segja Kiss, og Tommy Emanuel. Þeir hafa báðir komið og spilað á gítarhátíðum Bjössa hér í Reykjavík og nýja platan er einskonar Ísland-Nasville blanda, Islancio-Americana. Bjössi kemur í heimsókn í seinni hluta Rokklands og segir frá og spilar lög af plötunni. Í fyrri hlutanum tökum við einskonar upphitum og heyrum nýja og nýlega kántrí og Americanka músík með fólki eins og Jack White, William Tyler gítarleikara úr Lambchop, Courtney Marie Andrews, Drive by Truckers, Joan Shelley, Frazey Ford, Doug Paisley og Bonnie Prince Billy, Sturgill Simpson og Karl Blau.
↧