Nú er verðlaunavertíðin gengin í garð, nýtt ár hafið en það er enn verið að gera upp gamla árið á ýmsan hátt. T.d. er verið að skoða það sem þótti heppnast best á nýliðnu ári í listum, hver lék best, hver söng best og svo framvegis.
Ebba Verðlaunin (EBBA Awards) voru afhent núna síðasta miðvikudag í Groningen í Hollandi. 10 hljómsveitum og listamönnum sem hafa á nýliðnu ári með sinni fyrstu plötu náð að vekja hvað mesta athygli útfyrir sín eigin landamæri voru veitt þessi eftirsóttu verðlaun á Eurosonic Festival.
Kynnir hátíðarinnar var eins og undanfarin ár tónlistarmaðurinn og sjónvarpsmaðurinn Jools Holland. Hollenska sjónvarpið og útvarpið myndar og tekur upp og svo er þetta sent út í útvarpi og sjónvarpi um alla Evrópu núna um helgina.0 Við heyrum frá Ebba verðlaununum í seinni hluta Rokklands í dag, heyrum marga af verðlaunahöfunum spila og syngja á sviðinu í Groningen þar sem verðlaunin voru afhent.
Golden Globe verðlaunin voru afhent 10 janúar sl. og framundan eru Óskarsverð...
↧
EBBA & OSCAR
↧
U2 og Ameríkurnar tvær - The Joshua Tree
Mál málanna í Rokklandi í dag er Joshua Tree, fimmta plata hljómsveitarinnar U2 sem kom út fyrir 30 árum og einum og hálfum mánuði - 9. Mars 1987. En það verður líka skautað yfir eitt og annað sem var að gerast í aðdraganda plötunnar og annað sem gerðist á þessum tíma frá 1984 - 1987, Live Aid, Conspiracy of Hope tónleikaferðin, The Unforgettable Fire platan og svo framvegis.
Joshuna tree er mikilvæg plata með þessari merkilegu hljómsveit sem segja að má að sé einskonar Bítlar 80´s krakkanna, risastór partur af hljóðrás lífs fólksins sem var að breytast úr börnum í unglinga og ungt fólk á níunda áratugnum.
Joshua tree er ein allra stærsta plata plata níunda áratugarins og kannski ein sú merkilegasta. Og kannski hefði hún getað orðið enn betri ef hljómsveitin hefði gefið sér aðeins meiri tíma til að vinna í lögunum sem voru ekki alveg tilbúin og voru notuð á B-hliðar á smáskífum, lögum eins og Silver and Gold og Sweetest thing.
Joshua tree er ein allra mest selda plata rokksögu...
↧
↧
Út með það nýja..
Nýjasta nýtt og alþjóðlegi plötubúðadagurinn.
Í Rokklandi dagsins er boðið upp á nýja músík úr ýmsum áttum - bæði með yngra fólki og reynsluboltum í bland við eldri músík sem verið var að endurútgefa í tilefni af alþjóðlega plötubúðadeginum 22. apríl
Meðal þeirra sem koma við sögu eru:
Lindsey Buckingham & Christine McVie - Willie Nelons - Mavis Staples & Win Butler - Rhiannon Giddens - Gorillaz - Valerie June - Hurray for the riff raff - Lady Gaga - Beyonce - Metallica - Allison Peirce - Saint Etienne - The Charlatans og Josienne Clarke & Ben Walker.
Svo heyrum við eldri músík sem gefin var út í vikunni í tilefni af alþjóðlega plötubúðadeginum sem var í gær 22. apríl. Á meðal þeirra sem gáfu út eru: Marianne Faithful - Johnny Cash og The Kinks.
Undir lok þáttar heyrum við svo nokkur lög af splunkunýrri plötu Ray Davies -
Americana.
↧
Dögun í 30 ár
Bubbi Morthens segir frá plötunni Dögun í Rokklandi dagsins og lífi sínu á þeim tíma þegar platan varð til og kom út.
Dögun kom út 19. Nóvember árið 1987, fékk yfirleitt góða dóma en einhverjir gagnrýnendur settu reyndar út á hvað hún hljómaði OF vel, hvað hún var fáguð. Dögun seldist gríðarlega vel og er ein mest selda ef ekki bara mest selda platan hans Bubba, hún seldist í yfir 20.000 eintökum.
Upptökustjóri plötunnar var Tómas M. Tómasson Stuðmaður en hann og Bubbi hafa ekki gert plötu saman síðan. Plötuna á undan, Frelsi til sölu gerði Bubbi með svíanum Christian Falk úr hljómsveitinni Imperiet sem nú er látinn.
Dögun er áttunda sólóplatan hans Bubba og þegar hún kom út voru liðin sjö ár frá því Ísbjarnarblús kom út (fyrsta platan) og á þessum sjö árum var hann líka búinn að vera í Utangarðsmönnum og Egó, Das Kapital og MX21 og gefa út plötur með öllum þessum sveitum. Þar af fjórar með Utangarðsmönnum ef allt er talið og þrjár breiðskífur með Egó.
Stjarna Bubba skein s...
↧
Dögun í 30 ár
Bubbi Morthens segir frá plötunni Dögun í Rokklandi dagsins og lífi sínu á þeim tíma þegar platan varð til og kom út.
Dögun kom út 19. Nóvember árið 1987, fékk yfirleitt góða dóma en einhverjir gagnrýnendur settu reyndar út á hvað hún hljómaði OF vel, hvað hún var fáguð. Dögun seldist gríðarlega vel og er ein mest selda ef ekki bara mest selda platan hans Bubba, hún seldist í yfir 20.000 eintökum.
Upptökustjóri plötunnar var Tómas M. Tómasson Stuðmaður en hann og Bubbi hafa ekki gert plötu saman síðan. Plötuna á undan, Frelsi til sölu gerði Bubbi með svíanum Christian Falk úr hljómsveitinni Imperiet sem nú er látinn.
Dögun er áttunda sólóplatan hans Bubba og þegar hún kom út voru liðin sjö ár frá því Ísbjarnarblús kom út (fyrsta platan) og á þessum sjö árum var hann líka búinn að vera í Utangarðsmönnum og Egó, Das Kapital og MX21 og gefa út plötur með öllum þessum sveitum. Þar af fjórar með Utangarðsmönnum ef allt er talið og þrjár breiðskífur með Egó.
Stjarna Bubba skein s...
↧
↧
Laura Marling er frábær!
Í þættinum í dag heyrum við nýja músík frá fólki eins og Goldfrapp, Vök, Roger Waters, Father John Misty, U2 og The War on Drugs, en aðal gestur þáttarins og mál málanna er Laura Marling, 27 ára gömul tónlistarkona frá suð-austur Englandi sem er frábær.
Laura byrjaði að spila á gítar til að heilla pabba sinn hefur hún sagt í seinni tíð, en 16 ára gömul var hún komin með fimm platna plötusamning upp á vasann. Núna fyrir skemmstu var sjötta platan hennar að koma út, hún sem heitir Semper Femina hefur fengið góða dóma og hefur selst vel.
Laura hefur verið tilnefnd þrisvar sinnum til Mercury tónlistarverðlaunna og fjórum sinnum til bresku tónlistarverðlaunanna sem tónlistarkona ársins.
Henni hefur oft verið líkt við Joni MItchell og Karen Carpenter, en líka Bob Dylan, Neil Young og James Taylor.
Ég ætla að skauta yfir feril hennar í þættinum, spila lög af plötunum hennar og svo heyrum við líka viðtal við Lauru.
Í þættinum Konsert á Rás 2 næsta fimmtudagskvöld eru svo á dags...
↧
Eitthvað skrýtið í öll lög!
Elíza Geirsdóttir Newman og vinkonunar hennar frá Keflavík voru 16 ára þegar þær sigruðu í Músíktilraunum árið 1992. Elíza er gestur Rokklands í dag.
Hljómsveitin hét Kolrassa Krókríðandi.
Kolrassa gaf út þrjár stórar plötur og eftir það var farið í víking og nafninu breytt í Bellatrix. Bellatrix bjó í London í nokkur ár og gekk nokkuð vel um tíma. Sveitin gaf út tvær plötur undir Bellatrix nafninu og spilaði mikið og víða en svo var kominn leiði í mannskapinn og hljómsveitin leystist upp.
Elíza var áfram í London og stofnaði nýja hljómsveit og hún segir frá þessu öllu í Rokklandi í dag og við ætlum að ræða Kolrössu og Bellatrix tíman fyrst og fremst. En síðan því ævintýri lauk er hún búin að stofna eina aðra hljómsveit og gera 3 sólóplötur, fara í óperusöngnám og tónlistarkennaranám, eignast sitt fyrsta barn, semja Júróvison-lag og lag um Eyjafjallajökul sem fór um allan heim, og flytja heim til íslands.
...
↧
Elíza + Ásgeir + Rammstein + Chris Cornell
Þessi eru helstu persónur og leikendur í Rokklandi í dag.
Elíza Geirdóttir Newman var í aðalhlutverki í síðasta Rokklandi en þá sagði hún okkur frá fyrstu skrefunum á tónlistarbrautinni með vinkonum sínum í Kolrössu Krókraðandi. Kolrassa varð til í Keflavík þegar þær Elíza og vinkonur hennar voru 16 ára gamlar. Þær fóru í Músíktilraunir og sigruðu, gáfu strax út plötu og svo aðra, og þá þriðju. Svo var skipt um nafn og flutt til London og þaðan gerði hljómsveitin sem kallaðist núna Bellatrix út í nokkur ár. Hljómsveitin fór t.d. í tónleikaferð um Bretland með Coldplay á sínum tíma og Coldplay var upphitunarbandið.
Eftir að hafa gefið út tvær plötur undir Bellatrix nafninu lagðist sveitin í dvala og hefur ekki vaknað úr honum nema í stutta stund á þeim 15 árum sem liðin eru síðan.
En Elíza bjó áfram í London í mörg ár, stofnaði fljótlega aðra hljómsveit og gaf út plötu með henni. Síðan eru sólóplöturnar orðnar fjórar og nú er hún flutt heim til Íslands og orðin móðir. Elíza se...
↧
Chris Cornell 1964 - 2017
Söngvarinn, gítarleikarinn og tónlistarmaðurinn Chris Cornell úr Soundgarden og Audioslave stytti sér aldur fyrir rúmri viku eins og margir eflaust vita og Rokkland vikunnar er helgaður Chris, lífi hans og verkum.
Chris sem er fæddur og alinn upp í rokkborginni Seattle í Bandaríkjunum varð 52 ára gamall. Hann framdi sjálfsmorð eins og það er kallað á hreinni og beinni íslensku á hótelherbergi í Detroit Rock City eftir að hafa spilað tónleika með gömlu hljómsveitinni sinni, Soundgarden, í Fox Theatre fyrr um kvöldið.
Hann fór upp á hótelherbergi eftir tónleikana, hringdi í konuna sína, hún hafði orð á því að hann væri eitthvað skrýtinn og hann sagði að það væri hugsanlega vegna þess að hann hefði tekið tveimur kvíða-töflum of mikið. Hann hafði lengi verið að díla við kvíða og þunglyndi og var á lyfjum sem heita Ativan, en ein af aukaverkunum ku vera sjálfsmorðshugsanir. En svo hefur meira komið í ljós varðandi þetta mál síðustu daga og það er talið að hann hafi innbyrt eitthva...
↧
↧
Chris Cornell seinni hluti +
Síðasti þáttur var tileninkaður Chris Cornell úr Soundgarden og Audioslave - söngvaranum og tónlistarmanninum frábæra sem batt enda líf sitt á hótelherbergi í Detroit 18. Maí sl.
Í síðasta þætti fórum við yfir fyrri hluta ferilsins, æskuárin, upphaf Soundgarden, gruggrokið ofl en í dag setjum við fókusinn á síðustu 15 árin eða svo, Audioslave-tímann, tónleikana á Kúbu, sólóplöturnar, endurkomu Soundgarden og endalokin. Við heyrum brot úr samtali okkar Chris frá því hann kom hingað til Íslands í fyrsta sinn fyrir áratug.
Við heyurm svo aðeins af splunkunýrri plötu frá Roger Waters úr Pink Floyd. Hún heitir "Is this the life we wanted", er full af pólitískum meiningum og er fyrsta platan Roger Waters síðan 1992.
Við heyrum líka þrjú lög af plötunni hans Bubba - Tungumál, sem kemur út á þriðjudaginn.
↧
Tónlistarhátíðir á Íslandi og Risaeðlurokk
Í Rokklandi vikunnar er fjallað um þrjár tónlistarhátíðir sem fara fram á Íslandi núna í júní og júlí; Nigh + Day (Skógafoss 14.-16. júlí), Laugarvatn Music Festival (14.-16. júlí) og Secret Solstice (15.-18. júní) og svo er það Dinosaur Jr. sem kemur til Íslands í fyrsta sinn 22. júlí.
Sumarið er dásamlegur tími - fólk fær sumarfrí og fer í ferðalög, hittir vini sína og fjölskyldur sameinast. Eitt af því sem gaman er að gera í smærri eða stærri hópum með vinum sínum og fjölskyldu er að hlusta saman á músík, fara saman á tónleika. Og toppurinn getur verið að fara saman á tónlistarhátið og það er heldur betur munur frá því sem áður var þegar tónlistarhátíðir þekktust ekki á Íslandi - nú eru þær um allt og spretta upp eins og gorkúlur. En hver er ástæðan? Jú hún hlýtur að vera sú að fólk sækir í þetta vegna þess að það er gaman að vera saman að hlusta á músík, að standa með mörgum öðrum og hlusta - það getur myndast ógleymanleg stemning sem maður upplifir ekki á öðrum stundum.
Við ...
↧
Sólskin, skúrir, popp-rokk+rapp í Laugardal
Tónlistarhátíðin Secret Solstice fór fram núna um helgina í fjórða sinn og Rokkland í dag er helgað Secret Solstice 2017.
Hátíðinni líkur seint í kvöld og Það er spilað á fimm sviðum; Valhöll, Gimli, Fenrir, Hel og Askur.
Secret Solstice er þriggja daga hátíð og fjölbreytt músík í boðið á þessum fimm sviðum.
Svæðið er mjög glæsilegt og vel að öllu staðið, hvort sem það er hljómburður, úitlit, gæsla, veitingar eða annað - það er allt fyrir fyrirmyndar. En enginn stjórnar veðrinu og það rigndi talsvert í gærkvöldi á aðdáendur The Prodigy en fólkið lét það samt ekki hafa áhrif á sig.
Meðal þeirra sem koma við sögu í Rokklandi í dag eru Franz Gunnarsson (paunkholm - Ensími), Sveinn Rúnar Einarsson (Secret Solstice) , Daði Freyr (Eurovison), Jón Ólafsson (Secret Solstice), Hulda G. Geirsdóttir (Foo Fighters), Stuðmenn, Grímur Atlason, Andrea Jónsdótti (Chaka Khan), Eyjólfur Jóhannsson (SSSól - Tappi Tíkarrass) ofl....
↧
Sólskin, skúrir, popp-rokk+rapp í Laugardal
Tónlistarhátíðin Secret Solstice fór fram núna um helgina í fjórða sinn og Rokkland í dag er helgað Secret Solstice 2017.
Hátíðinni líkur seint í kvöld og Það er spilað á fimm sviðum; Valhöll, Gimli, Fenrir, Hel og Askur.
Secret Solstice er þriggja daga hátíð og fjölbreytt músík í boðið á þessum fimm sviðum.
Svæðið er mjög glæsilegt og vel að öllu staðið, hvort sem það er hljómburður, úitlit, gæsla, veitingar eða annað - það er allt fyrir fyrirmyndar. En enginn stjórnar veðrinu og það rigndi talsvert í gærkvöldi á aðdáendur The Prodigy en fólkið lét það samt ekki hafa áhrif á sig.
Meðal þeirra sem koma við sögu í Rokklandi í dag eru Franz Gunnarsson (paunkholm - Ensími), Sveinn Rúnar Einarsson (Secret Solstice) , Daði Freyr (Eurovison), Jón Ólafsson (Secret Solstice), Hulda G. Geirsdóttir (Foo Fighters), Stuðmenn, Grímur Atlason, Andrea Jónsdótti (Chaka Khan), Eyjólfur Jóhannsson (SSSól - Tappi Tíkarrass) ofl....
↧
↧
Montreux - Clash - Engelbert Humperdinck
Það eru 37 ár liðin frá því hljómsveitin The Clash spilaði í Laugardalshöll. Það eru 50 ár síðan Engelbert Humperdinck var vinsælasti popparinn í Bretlandi og það eru líka 50 ár síðan fyrsta Montreux Jazz-hátíðin var haldin. Allt þetta er til skoðunar í Rokklandi vikunnar.
Við rifjum upp heimsókn ensku hljómsveitarinnar The Clash til Íslands í júní fyrir 37 árum síðan, en Clash spilaði í fyrsta og eina sinn á Íslandi, í Laugardalshöll á Listahátíð, 21. Júní 1980. Utangarðsmenn hituðu upp en þessi nýja kraftmikla hljómsveit voru heitasta bandið á Íslandi á þeim tíma. Þetta var fjórum dögum eftir að fyrsta plata Bubba, Ísbjarnarblús, kom út.
Montreux jazz Festival var fyrst haldin árið 1967 og er ein elsta tónlistarhátíð heims og ein sú stærsta. Í þættinum segir Marc Zendrini kynningarstjóri Montreux jazz festival frá þessari mögnuðu hátíð.
Og svo skellum við kastljósiinu aðeins á söngvarann Engelbert Humberdink sem heldur tónleika í Eldborg í Hörpu á morgun í fyrsta sinn. Ástar...
↧
Record Records í 10 ár
Gestur Rokklands í dag er náungi frá Hafnarfirði sem verður þrítugur innan skamms. Hann er kallaður Halli -
Halli eða Haraldur eins og hann heitir var afgreiðslumaður í plötubúð þegar hann fékk þá flugu í höfuðið að setja á laggirnar plötuútgáfu. Það var fyrir ártug og síðan hefur hann gefið út helling af frábærum plötum með Of Monster And Men, Amabadama, Moses Hightower, Vök, Ensími, Retro Stefsson, Júníusi Meyvant, Agent Fresco ofl.
Útgáfan hans halla heitir Record Records og hún fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir. Í tilefni útgáfunnar var að koma út 10 ára afmælis safnplata og við ætlum a hlusta á hana saman í Rokklandi í dag, ég, þú og Record Records stjórinn hann Halli, Haraldur Leví Gunnarsson.
↧
Buckley - Frehley - Simpson og Pollock
Í Rokklandi vikunnar spila ég nýja músík (ný-útgefna) með Jeff Buckely, Ace Frehley, Sturgill Simpson og Stroff, og svo rifjum við upp 17 ára gamalt viðtal við Utangarðsmenn frá þeim tíma þegar þeir komu saman eitt kvöld til að spila í sjónvarpinu.
Þann 1. apríl sl. nokkrum dögum fyrir1000asta Rokklands-þáttinn sagði ég frá því á Facebook að í tilefni af 1000asta þættinum myndu Utangarðsmenn koma saman og spila í std. 12. - live í beinni og ég bauð áhugasömum hlustendum að koma og vera með. Það er skemmst frá þvi að segja að ég fékk talsverð viðbrögð við þessu, bæði á Facebook og raunheimum.
Utangarðsmenn lifðu stutt og gerðu allt hratt. Þeir spiluðu mikið, sömdu mikið, voru mikið saman og fengu nóg hver af öðrum hratt og örugglega og hljómsveitin sprakk eftir 18 hressandi mánuði síðla árs 1981. Hljómsveitin rak söngvarann, hinn 25 ára gamla Bubba Morthens og hélt áfram um tíma sem The Bodies. Bodies koma við sögu í Rokki í Reykjavík líka önnur hljómsveitin hans Bubba ? Egó.
Í mars...
↧
Bannað að vera fáviti!
Og á Eistnaflugi er enginn fáviti -
Þungarokkshátíðin Eistnaflug fór fram um nýliðna helgina og dagana á undan í þrettánda sinn. Rokkland var í fyrsta sinn á Eistnaflugi.
Fjölsi fólks lagði leið sína á hátíðina eins og undanfarin ár og eins og alltaf fór hátíðina vel fram í alla staði en er Eistnaflug einstök hátíð.
Músíkin sem boðið er uppá er mestmegnis þungarokk af ýmsum gerðum en undirflokkar gamla þungarokksins eru margar og mismunandi eins og fólkið sem sækir Eistnaflug.
Meðal þeirra sem fram koma í þættinum eru Max og Iggor Cavalera, HAM, Tuð, Mugison, Guðmundur Rafn Gíslason, Sú Ellen, Dimma, Eistnaflugsforingjarnir Stefán og Kalli, Stebbi Jak, Óttar Proppé og Flosi Þorgeirsson, Dynfari, Misþyrming, Þorsteinn Kolbeinsson, bóndakonur úr Dölunum og margir fleiri.
Rokkland ætlar aftur á Eistnaflug!
↧
↧
Rokkland á Montreux hátíðinni
Rokkland skellti sér á Montreux hátíðina og sá tónleika með Grace Jones, Mö, Pet Shop Boys, Kasabian. Rætt er við ýmsa tónlistarmenn sem fram komu, áhorfendur, starfsmenn og teknó tónlistarmanninn Bjarka sem var fulltrúi Íslendinega í ár.
Umsjón: Freyr Eyjólfsson.
↧
Rokkland á Montreux hátíðinni
Rokkland skellti sér á Montreux hátíðina og sá tónleika með Grace Jones, Mö, Pet Shop Boys, Kasabian. Rætt er við ýmsa tónlistarmenn sem fram komu, áhorfendur, starfsmenn og teknó tónlistarmanninn Bjarka sem var fulltrúi Íslendinega í ár.
Umsjón: Freyr Eyjólfsson.
↧
Frönsk tónlist
Rokkland í Frakkland. Eingöngu frönsk tónlist. Fjallað er um ýmsa franska tónlistarmenn eins og Brigette Bardot, Christine and the Queens, Serge Gainsbourg og fleiri.
Umsjón: Freyr Eyjólfsson.
↧