Þetta er síðasti Rokklandsþáttur ársins 2019 og næst verður komið nýtt ár - 2020, sem er afmælisár hjá Rokklandi en þátturinn fagnar 25 ára afmæli sínu á árinu. Gestur og umfjöllunarefni þáttarins í dag er Ásgeir Trausti, við ætlum að hlusta á tónleika með honum í dag sem fóru fram á Græna Hattinum á Akureyri 28. júlí 2017. Tónleikarnir voru liður í tónleikaferðalaginu hans um ísland sem hann kallaði Hringsól. Hann hélt 14 tónleika á 16 dögum, fór án hljómsveitar og sá eini sem var með honum á sviðinu var gamli félagi hans Júlíus Róbertsson sem hefur spilað með Ásgeiri árum saman á flestum hans tónleikum og fylgt honum um allan heim.
↧