Í þætti dagsins heyrum við nýja músík frá Paunkholm, Sycamore Tree, Jackson Browne og splunkunýtt lag frá meistara Bob Dylan sem hann sendi frá sér á föstudaginn, fyrsta nýja lagið í 8 ár frá Dylan. Lagið heitir Murder Most Foul og er ekkert smá lag, rosalegur bálkur og hans lengsta lag á ferlinum, tæpar 17 mínútur og fjallar um morðið á John F. Kennedy bandaríkjaforseta og lífið í Bandaríkjunum eftir morðið. En mesta púðrið fer í dag í að skauta yfir æfi og tónlistarferil kántrísöngvarans Kenny Rogers sem lést núna um daginn 81 árs að aldri. Hann var búinn að vera heilsuveill í dálítinn tíma og svo núna fyrir rúmri viku var hans tími liðinn. En tónlistin lifir og við heyrum helling af Kenny Rogers í þættinum í dag.
↧