Frá árinu 1997 eða í meira en 20 ár hefur Rokkland verið í jólafötunum fyrir jólin eða um jólin. Í Jóla-Rokklandi hefur umsjónarmaður reynt að hræra saman jóla kotkeil sem inniheldur jóla-músík sem er eitthvað af eftirtöldu; Góð, skemmtileg, áhugaverð, skrýtin, frábær eða jafnvel svakalega vond. Leitin að jólalögum kveikti sérstakan áhuga hjá umsjónarmanni á jóla-tónlist svo hann hefði nú eitthvað skrýtið og skemmtilegt að bjóða upp í hinu árlega Jóla-Rokklandi, og það varð til þess að Sena gaf út Jólalaga safnið Jól í Rokklandi árið 2008 og svo framhaldið, Rokk og Jól, nokkrum árum seinna. Þar er margt skemmtilegt að finna. Þeir sem syngja fyrir okkur í jólaRokklandi í dag eru Bítlarnir, Yoko Ono, Mark Lanegan, Mark Kozalek, Chrissie Hynde, Tracy Thorn, Nick Lowe, Margrét Eir, Ragnheiður Gröndal, The Shins, Loretta Lynn, Johnny Cash, James Taylor, Carole KIng ofl.
↧