Músíktilraunir eru fyrirferðarmiklar í Rokklandi vikunnar. Við heyrum í hljómsveitunum sem lentu á verðlaunapalli, en þær eru: Hljómsveit fólksins - Karma Brigade 3. sæti - Ásta 2. sæti - Konfekt 1. sæti - Blóðmör Við heyrum upptökur frá þessum hljómsveitum frá úrslitakvöldi Músíktilrauna og þau Árni Matthíasson, Arnar Eggert Thoroddsen og Heiða Eiríksdóttir úr dómnefnd Músíktilrauna tala um sveitirnar. Bandaríska tónlistarkonan Jenny Lewis kemur við sögu og við heyrum nokkur lög af hennar nýjustu plötu sem heitir On the line og er alveg stórfín plata. Hulda geirsdóttir náði í annan Reid bróðirinn skoska úr The Proclaimers í vikunni í síma og við heyrum hvað þeim fór á milli, en Proclaimers eru með tónleika í Eldborg í Hörpu 15. apríl nk. Við heyrum svo í íslensku hljómsveitinni Bagdad Brothers í std. 12 síðasta föstudag.
↧