22. okóber 1992 kom út fyrsta plata hljómsveitarinnar Jet Black Joe - platan Jet Black Joe. Þessir fimm ungu menn úr Hafnarfirði (að mestu) sem skipuðu sveitina urðu þjóðþekktir á svipstundu - það vissu allir af Jet Black Joe - allir strákar og allar stelpur og foreldrar þeirra líka - músíkin höfðaði til breiðs hóps. Jet Black Joe spilaði Rokk með stóru R-i og hálfgert hipparokk. Þeir vor kornungir þessir strákar, flestir 17 og 18 ára en einn 22ja - gítarleikarinn og aðal lagasmiðurinn Gunnar Bjarni Ragnarsson. Þeir spiluðu um allt land - slógu í gegn, gerðu þrjár plötur á stuttum tíma og hættu svo mörgum að óvörum vegna þess að áhuginn fyrir Jet Black Joe var talsverður í útlöndum og margir trúðu því innilega að Jet Black Joe yrði heimsfræg hljómsveit. En það varð nú ekki. Amk. ekki enn. Þeir Páll Rósinkranz söngvari og hjómborðsleikarinn Hrafn Thoroddsen hlusta með okkur í Rokklandi í dag á fyrstu plötu Jet Black Joe og segja okkur sögur.
↧