Það hefur verið talsvert um það undanfarið að þekktir tónlistarmenn séu að falla frá af ýmsum ástæðum. Það var sagt frá John Prine í Rokklandi núna um daginn, Covid 19 tók hann, eins og Dave Greenfield hljómborðsleikara Stranglers sem var fjallað um í síðasta þætti. Little Richard sem er sannarlega einn af frumkvöðlum Rokksins lést laugardaginn fyrir viku úr krabbameini 87 ára að aldri. Hans saga verður sögð í Rokklandi vikunnar og lögin hans spiluð. Í seinni hlutanum heyrum við svo nokkur lög af splunkunýrri plötu frá bandaríska tónlistarmanninum Jason Isbell sem hann var að gera með hljómsveitinni sinni The 400 Unit. Platan heitir Reunions. Paul Weller, Bob Dylan, Badly Drawn Boy, David Bowie og Kristín Sesselja koma líka við sögu.
↧