Rokkland dagsins fer í að spila lög af nokkrum vel völdum nýjum plötum með ekki svo nýju fólki.
Bandaríkjamaðurinn Jonathan Wilson (38) er með tónleika í Kaldalóni í Hörpu 25. nóvember nk. Platan hans nýja sem heitir Fanfare er frábær og kemur við sögu.
Sting (62) var að gefa út plötu sínja fyrstu plötu með núju frumsömdu efni í áratug. Platan heitir The last ship og við heyurm lög af henni, en meðal gesta þar eru leikarinn og söngvarinn Jimmy Nail (59) og Brian Johnson (66) söngvari AC/DC.
Annar gamall hundur, Peter Gabriel (63) var að gefa út plötuna; And i´ll scratch yours sem er einskonar framhald af plötu sem hann gaf út fyrir 3 árum og heitir I´ll scratch your back. Þar tekur hann lög ýmissa listamanna sem hann dáir og gerir þau að sínum, en á nýju plötunni eru það hinir og þessir aðrir sem taka lögin hans og gera að sínum.
Nýja Leaves platan kemur líka við sögu og svo Drangar sem eru þeir Jónas Sigurðsson, Mugison og Ómar Guðjónsson sem fóru hringinn í sumar með Húna með svo góðum árangri að þeir eru búnir að stofna hljómsveit og taka upp plötu sem kemur út eftir nokkra daga.
Kanadíska rokksveitin The Sheepdogs kemur einnig við sögu.
↧