Úrslitakvöld Músíktilrauna fór fram í gær í Norðurljósum í Hörpu og það var ung kona sem notar listamannsnafnið KUSK (Kolbrún Óskarsdóttir) sem kom, sá og sigraði ? og það er í fyrsta sinn sem einstaklingur sigrar í þesari gömlu og rótgrónu ?hljómsveita?keppni sem fagnar 40 ára afmæli í ár. Við heyrum í seinni hluta Rokklands í dag í KUSK, og líka hljómsveitunum sem lentu í 2. og 3. sæti ? rapparanum Gunna Karls og hljómsveitinni Sameheads, og líka hljómsveit fólksins ? Bí Bí og Joð sem var valin í símakosningu í gær. En í fyrri hlutanum ætlum við að skauta yfir sögu Músíktilrauna, ég og Arnar Eggert Thoroddsen og Árni Matthíasson sem hafa verið í dómnefnd Músíktilrauna lengur en allir aðrir ? og Árni hefur t.d. verið formaður dómnefndar svo lengi að það man enginn lifandi maður hversu lengi. Dúkkulísurnar koma við sögu, og Vök, Of Monsters And Men, Botnleðja, Kolrassa Krókríðandi, XXX Rottweilerhundar og fleiri Músíktilraunabönd. Lengi lifi Músíktilraunir!
↧