Þeir Orri og Kjartan úr Sigur Rós segja frá plötunni Valtari sem kom út 24.05.2012 og brot úr öllum lögum plötunnar eru leikin.
Nýjasta plata Bryan Ferry (Olympia) kemur líka við sögu, en hann heldur tónleika í Hörpu dagana 27. og 28. maí. Svo er það stórskemmtileg tónleikaplata frá Elvis Costello & The Imposters sem heitir The Return Of The Spectacular Spinning Songbook.
↧