Mayer, Múgsefjun og Mitchell!
Fyrst birt: 24.06.2012 13:40, Síðast uppfært: 27.06.2012 10:03
Bandaríski tónlistarmaðurinn John Mayer var að senda frá sér sína plötu sem heitir Born And Raised.
Það verður fjallað um hana í Rokklandi í dag eftir 4 fréttir. Mayer hefur selt meira en 20 milljónir platna, unnið til ótal verðlauna og svo framvegis. Þetta allt á hljómsveitin Múgsefjun eftir, en hver veit hvað á eftir að gerast. Nýja platan þeirra er a.m.k. frábær og þeir segja sjálfir frá henni í þættinum í dag. Joni Mitchell segir að Bob Dylan sé plat og þar á meðal bæði röddin og nafnið! Allt um það í þætti dagsins. Líka ný músík frá ZZ Top, The Shins, Tallest Man On Earth, The Head And The Heart, Richard Hawley ofl.
↧