Í fyrri hluta Rokklands á páskadag er fókusinn á nýja músík sem á hugsanlega aldrei eftir að heyrast aftur.
Þeir sem flytja eru söngvaskáld á borð við Steve Earle, Billy Bragg, Ron Sexsmith og Ed Harcourt t.d.
En í seinni hluta þáttarins er það Bubbi Morthens sem ræður ríkjum. Við heyrum brot af tónleikum hans frá Aldrei fór ég suður 2013 (frá föstudegi) og svo verður frumflutt með honum splunkunýtt lag sem heitir Stormurinn, er hátt í 10 mínútur að lengd og fjallar um Geirfinnsmálið.
↧