Þegar breska hljómsveitin Suede kom fram á sjónarsviðið fyrir rétt rúmum 20 árum var hrópað húrra, talað um nýtt upphaf í breskri tónlist og hugtakið Brit Pop varð til.
Logi Suede brann skært og frekar hratt og fyrir áratug var allur eldur úr sveitinni. Síðan þá hefur söngvarinn Brett Anderson sent frá sér sólóplötur, hann tók upp þráðinn með upphaflega gítarleikara Suede, Bernard Butler og gerði plötu undur nafninu The Tears. Nú er Suede komin aftur í þeirri mynd sem hún var þegar hún var á toppnum á tilverunni. Ný plata, Bloodsports, fyrsta plata Suede í áratug leit dagsins ljós fyrir skemmstu og Óli Palli ætlar í Rokklandi á sunnudaginn að rekja sögu Suede frá upphafi til dagsins í dag. Í þættinum heyrast viðtalsbrot við meðlimi Suede úr eldri Rokklandsþáttum, allt frá árinu 1996 og upptökur frá tónleikum Suede á Airwaves í Laugardalshöll árið 2000.
↧