Savages, Laura Marling og Snorri Helgason eru í aðalhlutverki í Rokklandi í dag (09.06.2013)
Laura Marling er 23 ára gömul stelpa frá Englandi sem líkt hefur verið við meistara söngvaskáldanna, Joni Mitchell og Bob Dylan. Hún yfirgaf England í fyrra og býr núna í Kalifoníu. Hún sendi nýlega frá sér fjórðu plötuna sína sem gagnrýnendur hafa hrósað endalaust. Laura kemur við sögu í Rokklandi og auðvitað lög af nýju plötunni hennar sem heitir When I Was An Eagle.
Stelpnabandið Savages frá London er sjóðheitt. Savages þykir minna á Patti Smith, Joy Division og fleiri hetjur post-pönksins. Savages er um þessar mundir að leggja heiminn að fótum sér og liður í því er umfjöllum í Rokklandi vikunnar.
Snorri Helgason er staddur í Nashville um þessar mundir við upptökur nýrrar plötu. Í mars var hann staddur í Reykjavík og spilaði þá á Reykjavík Folk Festival ásamt hljómsveit sinni. RÚV hljóðritaði og við heyrum hvernig það var í þættinum.
Einnig koma við sögu listamenn og hljómsveitir eins og Airbourne, Volbeat, Jeff Tweedy og Mavis Staples, Lambchop, British Sea Power og Bj. Thomas, Lonnie Donegan og Howlin Wolf.
↧