Jónsi og Shane McGowan semja saman og Bibbi í Skálmöld var sendiherra Rokklands á Eistnaflugi.
Jón Þór Birgisson (Jónsi úr Sigur Rós) samdi ásamt kvikmyndatónskáldinu John Powell tvö lög fyrir teiknimyndina How To Train Your Dragon II sem er verið að sýna í bíó um þessar mundir. Það sem þykir merkilet í Rokklandi er að texta annars lagsins samdi enginn annar en Shane McGowan söngari The Pogues, en lítið hefur heyrst frá honum lengi. Júróvision sigurvegarinn norski, Alexander Rybak á líka lag í myndinni. Það verður fjallað um þetta í Rokklandi.
Bandaríski gítarleikarinn og tónlistarmaðurinn Johnny Winter lést í vikunni sem leið ? 70 ára að aldri. Hann spilaði fram í rauðan dauðan, var á tónleikaferðalagi og fannst látinn á hótelherbergi í Zurich í Swiss, var búinn að vera slappur og heilsulítill síðustu vikurnar. Rokkland minnist Johnny Winter sem var alla tíð gríðarlega hátt skrifaður í gítar-heiminum, spilaði með öllum þessum bestu og var af talinn einn af þeim bestu.
Það verður líka boðið upp á nýmeti með Holly Johnson úr Frankie Goes To Hollywood, Nile Rodgers og Alt-J.
Síðast en ekki síst verður svo farið á Eistnaflug með Bibba úr Skálmöld, en hann var þar sérstakur sendiherra Rokklands, -ræddi við löggur, hljóðmenn, tónlistarmenn og almenna gesti.
Í lok þáttarins talar Óli Palli um tónleika Neil Young og Crazy Horse sem voru í Laugardalshöll 7. júlí og spjallar einnig við Neil.
↧