Í Rokklandi vikunnar spila ég nýja músík (ný-útgefna) með Jeff Buckely, Ace Frehley, Sturgill Simpson og Stroff, og svo rifjum við upp 17 ára gamalt viðtal við Utangarðsmenn frá þeim tíma þegar þeir komu saman eitt kvöld til að spila í sjónvarpinu.
Þann 1. apríl sl. nokkrum dögum fyrir1000asta Rokklands-þáttinn sagði ég frá því á Facebook að í tilefni af 1000asta þættinum myndu Utangarðsmenn koma saman og spila í std. 12. - live í beinni og ég bauð áhugasömum hlustendum að koma og vera með. Það er skemmst frá þvi að segja að ég fékk talsverð viðbrögð við þessu, bæði á Facebook og raunheimum.
Utangarðsmenn lifðu stutt og gerðu allt hratt. Þeir spiluðu mikið, sömdu mikið, voru mikið saman og fengu nóg hver af öðrum hratt og örugglega og hljómsveitin sprakk eftir 18 hressandi mánuði síðla árs 1981. Hljómsveitin rak söngvarann, hinn 25 ára gamla Bubba Morthens og hélt áfram um tíma sem The Bodies. Bodies koma við sögu í Rokki í Reykjavík líka önnur hljómsveitin hans Bubba ? Egó.
Í mars árið 1999, fyrir 17 árum síðan, komu Utangarðsmenn saman og spiluðu í fyrsta sinn síðan 1981, í sjónvarpsþætti á RÚV sem hét Stutt í spunann. Ég fékk að vera viðstaddur upptökuna og tók viðtal þar og þá við alla hljómsveitina sem ég notaði í þátt númer 176 - 21. mars 1999. Þetta viðtal heyurm við aftur í þætti vikunnar.
Við heyrum líka nýja músík frá íslensku hljómsveitinni Stroff. Lög eftir Dylan, Smiths og Sly Stone í flutningi Jeff Buckley af nýrri plötu sem heitir You and i og hefur að geyma prufu upptökur sem hann gerði fyrir Columbia útgáfuna árið 1993 en hafa alderi heyrst opinberlega fyrr en núna.
Um þessar mundir eru 15 ár frá því Ace Frehley spilaði síðast með félögum sínum í hljómsveitinni Kiss, en hann var að senda frá sér kóverlagaplötu sem heitir Origins 1 og þar syngur Paul Stanley gamli félagi hans með honum gamalt uppáhalds lag eftir Paul Rodgers og félaga í Free. Mike McCready úr Pearl Jam er líka gestur á plötunni og sömuleiðis Slash og Lita Ford. VIð heyrum nokkur lög af þessi plötu í þættinum.
Svo er það nýjasti útlaginn í kántrí-deildinni í Nashville. Hann heitir Sturgill Simpson og hefur vakið mikla athygli með þriðju plötunni sinni sem var að koma út, en þar syngur hann m.a. lag eftir Nirvana.
Þetta og meira í Rokklandi -
↧